Sunnudagur, 2. maí 2010
Reyktur makríll
Ég gleymdi að mæta í kröfugöngu og við ræðuhöld í gær. Ég fór hringinn um landið í Perlunni og smakkaði grafið hrossakjöt og hrossakjöt í wasabi - og ekki sístur var reyktur makríll. Íslenska eldhúsið lætur ekki að sér hæða og vonandi rápa hingað margir útlendingar í sumar og njóta góðs af snilld og hugmyndaauðgi íslenskra kokka.
Kaffið af Suðurnesjunum rann líka ljúflega niður - og byggottó er nýjung sem ég gæti vel hugsað mér út í AB-mjólkina mína á morgnana (með kanil) eða með steikinni á kvöldin (ósætt).
Og þar gat að líta ferðamálafulltrúa Hafnarfjarðar sem mændi hlæjandi á víking úr Fjörukránni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.