Rokk Hugleix rokkar

Sú var tíðin að ég var virk með áhugaleikfélagi sem heitir Hugleikur. Það er ekkert svo langt síðan og auðvitað mæti ég áfram á sýningar. Í kvöld sá ég Rokk, þekkti bara tvö nöfn og andlit (af 11) og hló og hló. Leikritið á að kæta þannig að það virkaði. Svo er þetta fólk svo hæfileikaríkt, syngur og spilar á allrahanda hljóðfæri. Að minnsta kosti fullyrti leikstjórinn (sem ég guðsblessunarlega þekki enn) að það væri ekkert plat.

Mig furðar ekki að sýningin hafi verið valin áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins 2010 (sjálf hef ég að vísu ekki séð hinar sem voru tilnefndar en geri ráð fyrir að valnefndin hafi gert það). Leikgleðin skein líka af öllu og öllum.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Drífa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hello!  I don't know if you remember me, but I was a camper at the Hidden People Village from the United States.  I came across your blog tonight and decided to say hello!

Addison Spencer (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 01:08

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hi, Addison, actually I do remember you! It was 12 years ago though so the details are a little blurry. I'm not active with CISV any longer.

Berglind Steinsdóttir, 6.5.2010 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband