Málsvörn

Ég skil ekki hávaðann á Pressunni, ég hef ekki heyrt hlakka í neinum yfir handtökunum. Þvert á móti fær fólk í magann og líður þrátt fyrir allt illa yfir að þetta þurfi að vera svona. Þessir gæsluvarðhaldsfangar eiga foreldra, systkini og börn, vini og kunningja, gamla skólafélaga og vinnufélaga - rétt eins og aðrir þeir sem þarf að færa í fangelsi, rétt eins og aðrir þeir sem þurfa nú að súpa seyðið af slæmu efnahagsástandi.

Gæsluvarðhaldsfangarnir liggja undir grun um að hafa framið afbrot. Þess vegna geri ég ráð fyrir að þeir séu teknir úr umferð. Þeir verða spurðir og krafðir sagna, þeir munu ekki geta borið saman bækur sínar og geta síður logið ef hugur þeirra stendur til þess. Þeir munu e.t.v. upplýsa um frekari aðkomu annarra. Peningar voru teknir ófrjálsri hendi - þrætir einhver fyrir það? Það bitnar á afkomu þúsunda fjölskyldna - þrætir einhver fyrir það?

Ég sest ekki í dómarasætið en afleiðingar glæpanna eru öllum ljósar. Er ekki eðlilegt að leita  upprunans og reyna að uppræta meinið? Er það ekki hlutverk sérstaks saksóknara? Hefur ekki verið kvartað undan að ekki gengi nóg undan honum? Af hverju ráðast þá þessir háværu að honum?

Hissust var ég áreiðanlega á pistli Jakobs Magnússonar í Fréttablaðinu í gær. Mér finnst að ég hafi stundum verið sammála honum þegar fáir hafa verið það en nú dreg ég dómgreind mína í efa. Jakob finnst mér ekki bara á hálum ís, heldur svo næfurþunnum að honum hlýtur að kólna snögglega þegar brestur undan honum. Af hverju er hann þess umkominn að meta gögn sérstaks saksóknara sem hann hefur ekki séð? Af hverju getur hann fjallað af viti hins löglærða þegar hann er það ekki? Er hann á geltinu? Borgar einhver honum fyrir að steypa sér í dómgreindarlega glötun?

Ef hann hefur einhverja skynsamlega ástæðu til að tala eins og hann gerir ætti hann að láta hana fylgja með því að hún er mér gjörsamlega hulin.

Svona er ég alltaf djöfulli varkár og geðug, læt fólk njóta vafans, bæði sérstakan saksóknara, gæsluvarðhaldsfanga og sjálfskipaða álitsgjafa sem tala út úr ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er afar hissuð með þér. Það er ljóst að þessir menn trúa á mátt fjölmiðlanna til að „leiðrétta“ almenningsálitið og nýta sér þá óspart í þeim tilgangi Furðulegast hvað þeir eru í lélegu sambandi við þá sem þeir vilja ná til... eða kannski ekki með teknu tilliti til þess að þeir eru ekki neinu sambandi við heilbrigða dómgreind.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.5.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Manni blöskrar,en þetta er bara Samfylkingarvaðallin í hnotskurn.

Þórarinn Baldursson, 10.5.2010 kl. 12:54

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Er Bubbi samfylkingarmaður? Og Ólafur Arnarson? Kannski.

Í alvörunni, Rakel, ég tek undir með þér, er ótrúlegt að veitast að sérstökum saksóknara þegar hann virðist eingöngu vera að vinna vinnuna sína. Og sem mörgum fannst orðið tímabært að sjá einhver ummerki um. Eru ekki einhverjar upplýsingar á huldu? Veitir nokkuð af að spyrja meira út í vissa hluti?

Ég er ekki búin að lesa að ráði í fréttum dagsins, veit rétt svo að eignir voru kyrrsettar en á eftir að sjá hver bað um kyrrsetninguna. Kannski skatturinn, tala menn ekki mest um að undanskot verði hönkuð á skattalögum? Eða var það sá sérstaki?

Berglind Steinsdóttir, 10.5.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband