Fimmtudagur, 13. maí 2010
Tvíkynja nöfn
Ég fletti reglulega upp í hinum stórfróðlega vef um beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Ef beyging kemur mér spánskt fyrir sjónir gái ég hvort mögulega geti verið um tvímynd að ræða. Ekki vill prófarkalesari falla í þann fúla pytt að leiðrétta það sem telst rétt.
Í texta sem ég las rétt í þessu var auður í þágufalli auð, 'státa af miklum auð' eða álíka. Og ég dreg mig hæfilega í efa og fletti upp. Auður í þágufalli er bara auði þannig að ég fékk úr þessu skorið en sá þá að karlmannsnafnið Auður er til. Sonur hans væri þá Auðsson.
Og ég er að reyna að koma honum fyrir mig, þessum Auðssyni ...
Athugasemdir
Já, ég þekkti einmitt einu sinni strák sem hét Auður. Og systir hans var Auðunn. Þarna fannst mér nöfnum snúið við.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.5.2010 kl. 21:15
Ha? Hún Auðunn?
Berglind Steinsdóttir, 13.5.2010 kl. 21:31
Já, hefur líklega átt að passa við Steinunn og Iðunn o.s.frv.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.5.2010 kl. 22:14
Annars er svo langt síðan þetta var að kannski hef ég snúið nöfnunum við í minninu. En ég man að mér fannst þetta skrítið þá (var um 12 ára) og man að mér fannst að nöfnin hefðu átt að snúa öfugt.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.5.2010 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.