Skipta leiðsögumenn máli fyrir ferðaþjónustuna?

Ég hef dregist aftur úr í blaðalestri og var rétt í þessu að lesa lesandabréf í vikugömlu blaði sem ber titilinn Leiðsögumenn eða ekki leiðsögumenn. Þar er fagmenntun leiðsögumanna rómuð af einhverjum sem kallar sig hugsandi Íslandsvin. Sá undrast að ekki sé tekið fram í umfjöllun um ferðaþjónustu hvort misvitrir leiðsögumenn hafi raunverulega menntað sig til að gegna starfinu eður ei. Og oss leiðsögumönnum hlýnar um hjartaræturnar.

Ferðaþjónustan er í meira uppnámi en áður vegna þess að flugvélar komast stopult til og frá landinu. Það er í augnablikinu stærsta vandamálið en á öllum tímum er ástæða til að hafa áhyggjur af því hvort leið-sögu-menn í landinu miðla raunverulegum fróðleik af raunverulegri þekkingu og hæfilegri ástríðu.

Það finnst a.m.k. mér. 

 Leiðsögumenn eða ekki leiðsögumenn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband