Sunnudagur, 16. maí 2010
Land ösku og ísa
Janice Turner á grein í Times Online í dag þar sem hún fer bara býsna lofsamlegum orðum um heimsókn til Íslands skömmu fyrir helstu eldsumbrot ársins.
Ég hef náttúrlega firnagaman af því að hún nefnir tröll til sögunnar og að hún segist hafa lent illa í kíslinum í Bláa lóninu sem hafi gert hárið á henni stamt. Ég vara fólk alltaf við því að fara á bólakaf og hvet það til að setja næringu í hárið áður en það fer út í. Mér finnst ekki eins gaman þegar hún segist hafa skautað á söfnunum vegna þess að þau séu óáhugaverð. Og hún talar hreinlega niðrandi um arkitektúrinn. En þetta er auga gests og það er alltaf forvitnilegt fyrir okkur sem tökum á móti gestunum að heyra ólík sjónarmið.
Ég er ekki frá því að orðaforðinn aukist aggalítið við lesturinn:
Much has been written about the Blue Lagoon, an outdoor spa 40 minutes from the capital, which, as if in some mad Utopia, is filled with the outflow from a geothermal power station. It is a strange, wonderful indulgence that deserves at least half a day to enjoy. But if your hair, like mine, is not, er, its natural colour, encase it in conditioner and swim hat since the silica particles the stuff that clogs up jet engines will turn it to matted straw.
En sumt kannast ég engan veginn við:
Icelanders, broad, a little hard-faced and capable looking, are no Swedes. Rather, since the Danish Vikings seized wives from my native Yorkshire, those folks in the hot pots and I share a gene pool.
Dö, voru víkingarnir danskir? Ég held nú síður. Og hvað erum við, broad og hard-faced? broad merkir: breiður; víðsýnn; víðáttumikill; yfirgripsmikill; almennur; frjálslyndur; grófur - erum við grófgerð?
Og hver hefur haldið því fram að frosin pítsa sé þjóðarrétturinn?
Although Icelanders often remark that their national dish is frozen pizza, we ate well at the Icelandic Fish and Chip Shop and the Sea Baron, a rough shack by the harbour that sells lobster bisque and gamey-tasting whale meat.
Ég þekki ekki þá Íslendinga. En ég kannast við ýmislegt úr greininni. Og hún hvetur fólk til að láta það eftir sér að koma á skrýtnu eyjuna þar sem golfstraumurinn verndar höfuðborgina ...
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Efni
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Nýjustu færslur
- 7.4.2025 Kvennaathvarfið
- 27.3.2025 Ekki hægt að koma í orð
- 23.3.2025 Barnamálaráðherra II
- 20.3.2025 Barnamálaráðherra
- 4.3.2025 Flug til Ísafjarðar, flug frá Ísafirði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 471811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að segja að ég er henni hjartanlega sammála með arkitektúrinn. Í Reykjavík (og víðar á Íslandi) ægir saman alls konar stílum, hver öðrum ljótari og sjaldnast hafa arkitektar komið þar nálægt (heldur verktakar með gróðasjónarmiðið eitt í huga) og afar sjaldan fá arkitektar að koma að heildarskipulagi hverfis. Það er helsti ljóðurinn á Reykjavík (sem mér - og fleirum - finnst með ljótustu borgum sem ég þekki). Ef arkitektar hafa komið að heildarskipulagi er því oftar en ekki breytt þegar á líður - breytt á þann hátt sem arkitektinn vildi síst. Ég get nefnt þér dæmi þegar við hittumst næst.
Ásgerður (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 15:02
Jamm, við búum við verktakalýðræði. Get nefnt þér dæmi á næsta fundi.
Berglind Steinsdóttir, 16.5.2010 kl. 16:48
Brems.
Nú er ég ekki sammála. Þekki einmitt dæmi um hverfi þar sem arkitektar koma að heildarskipulaginu og ég held reyndar að það sé frekar regla en hitt. Ef skipulaginu er svo breytt er það oft vegna þess að annar arkitekt er þar kominn til skjalana með aðrar meiningar. Blessaðir arkitektarnir hafa t.d. síðustu ár verið afar hrifnir af kössum með allskonar kassaæxlum og glerpruðli - dislike.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 11:13
Ég held enn að peningarnir stjórni meiru en fagurfræðin. Hrafnhildur getur reynt að telja mér trú um annað 5. júní nk. [öldungurinn].
Pétur arkitekt sýndi t.d. fram á það í þínu hverfi [öldungur] að fjórðu hæðinni var bætt ofan á undir því yfirskini að vera inndregin hæð - til þess að verktakarnir fengju meira fyrir sinn snúð.
Berglind Steinsdóttir, 17.5.2010 kl. 20:26
Hafiði komið á háskólasvæðið nýlega?
Þetta er kirkjugarðurinn þar sem ljótar og ópraktískar byggingar koma saman til að deyja. :D
(Sagði konan sem vinnur á kaffistofulausu glerhæðinni í einskonar geimskipi þar sem öngvir opnanlegir gluggar finnast.)
En mér finnst fyndið að Íslendingar séu harð-andlitaðir. Rímar við kenninguna sem við komum með í úttlandinu þegar öllum þótti við (Íslarnir) svo ungleg miðað við aldur. Við sögðum öllum að það væri vegna þess að við hefðum svo oft frosið í framan.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 21:54
Öö, þér finnst sem sagt arkitektúrinn sökka feitt? Ég er samt búin að ákveða að ég bý í fallegri borg, bara misfallegri. Innan um fallegt fólk. Og vel gert. Enda býr enginn ribbaldi í mínu hverfi.
Þetta er þerapía 2010.
Berglind Steinsdóttir, 18.5.2010 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.