Land ösku og ísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að segja að ég er henni hjartanlega sammála með arkitektúrinn. Í Reykjavík (og víðar á Íslandi) ægir saman alls konar stílum, hver öðrum ljótari og sjaldnast hafa arkitektar komið þar nálægt (heldur verktakar með gróðasjónarmiðið eitt í huga) og afar sjaldan fá arkitektar að koma að heildarskipulagi hverfis. Það er helsti ljóðurinn á Reykjavík (sem mér - og fleirum - finnst með ljótustu borgum sem ég þekki). Ef arkitektar hafa komið að heildarskipulagi er því oftar en ekki breytt þegar á líður - breytt á þann hátt sem arkitektinn vildi síst. Ég get nefnt þér dæmi þegar við hittumst næst.

Ásgerður (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 15:02

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, við búum við verktakalýðræði. Get nefnt þér dæmi á næsta fundi.

Berglind Steinsdóttir, 16.5.2010 kl. 16:48

3 identicon

Brems.

Nú er ég ekki sammála. Þekki einmitt dæmi um hverfi þar sem arkitektar koma að heildarskipulaginu og ég held reyndar að það sé frekar regla en hitt. Ef skipulaginu er svo breytt er það oft vegna þess að annar arkitekt er þar kominn til skjalana með aðrar meiningar. Blessaðir arkitektarnir hafa t.d. síðustu ár verið afar hrifnir af kössum með allskonar kassaæxlum og glerpruðli - dislike.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 11:13

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég held enn að peningarnir stjórni meiru en fagurfræðin. Hrafnhildur getur reynt að telja mér trú um annað 5. júní nk. [öldungurinn].

Pétur arkitekt sýndi t.d. fram á það í þínu hverfi [öldungur] að fjórðu hæðinni var bætt ofan á undir því yfirskini að vera inndregin hæð - til þess að verktakarnir fengju meira fyrir sinn snúð.

Berglind Steinsdóttir, 17.5.2010 kl. 20:26

5 identicon

Hafiði komið á háskólasvæðið nýlega?

Þetta er kirkjugarðurinn þar sem ljótar og ópraktískar byggingar koma saman til að deyja. :D

(Sagði konan sem vinnur á kaffistofulausu glerhæðinni í einskonar geimskipi þar sem öngvir opnanlegir gluggar finnast.)

En mér finnst fyndið að Íslendingar séu harð-andlitaðir. Rímar við kenninguna sem við komum með í úttlandinu þegar öllum þótti við (Íslarnir) svo ungleg miðað við aldur. Við sögðum öllum að það væri vegna þess að við hefðum svo oft frosið í framan.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 21:54

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Öö, þér finnst sem sagt arkitektúrinn sökka feitt? Ég er samt búin að ákveða að ég bý í fallegri borg, bara misfallegri. Innan um fallegt fólk. Og vel gert. Enda býr enginn ribbaldi í mínu hverfi.

Þetta er þerapía 2010.

Berglind Steinsdóttir, 18.5.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband