Miðvikudagur, 19. maí 2010
Átta lista val í Reykjavík
Í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni í gær komst ég að því að hinir ágætu upplýstu pottverjar vissu ekki að í Reykjavík eru átta listar í boði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eftir 10 daga.
Það er sífellt talað um ,,fjórflokkinn" og Jón Gnarr.
Á vefnum kosning.is þar sem maður getur m.a. séð hvar maður á að kjósa (ef maður skyldi vera í vafa) eru öll framboð um allt land talin upp, þ.m.t. E - listi Reykjavíkurframboðsins, F - listi Frjálslynda flokksins og H - listi framboðs um heiðarleika og almannahagsmuni.
Vald fjölmiðlanna er mikið. Þeir kjósa að sniðganga þessi framboð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.