Snemmbært inngrip sumars

Í þessum skýjakljúfi sem ég bý í hef ég tvisvar mátt sæta því að horfast í augu við fljúgandi pöddur í baðherberginu. Það þykir mér augljóst merki um snemmbærni sumarsins - í maí. Líklega finnst mér skilin milli vors og sumars þó sífellt óljósari eftir því sem ég stunda minna nám sem krefst prófa eða ritgerðaskila. Kannski kemur sumarið í maí á hverju ári.

Annars er öll færslan bara prjónuð í kringum fyrirsögnina sem flaug fyrir á UT-ráðstefnu, þ.e.a.s. snemmbært inngrip, og hefur mikið verið fussað yfir í mínum vinahópi.

Á hvaða leið er tungumálið? Á hvaða leið er upplýsingatæknin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árið mitt er einmit að renna saman í eitt. Í mínu námi koma jú annaskil, einhver, maður þarf að skila einhverju... og svo heldur það bara beint áfram. Og ég kem til með að sitja í vinnunni alla Hvítasunnuhelgina og hlusta á hárið grána.

Núna er ég tildæmis að kenna sumarönn og klára vorönnina "mína" á sama tíma. Og sumarfrí verða eitthvað af skornum skammti... næstu fjögur árin eða svo. Að minnsta kosti. :/

Og á hvaða leið er tungumálið? Don't get me started. ;)

Sigga Lára (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 11:10

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég fæ þá erindið um vegferð tungumálsins síðar. Og vonandi fljótlega eitthvað um sumarkennsluna - vissi ég af henni?

Yfir í annað fullkomlega óskylt, ég er búin að vera úti í ógó góðu veðri í allan dag. Rápaði fyrst um Grafarvoginn í vandaðri fylgd. Var svo bara áfram úti. Prr.

Berglind Steinsdóttir, 22.5.2010 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband