Föstudagur, 28. maí 2010
... sem eiga raunhæfa möguleika á að koma manni að?
Nú verð ég að segja að Kristján Már Unnarsson og Heimir Pétursson hafa misboðið mér. Þeir hafa báðir sagt að kvöldið fyrir kjördag, nú, verði oddvitar fimm framboðslista í Reykjavík í sjónvarpsþætti Stöðvar 2, þeir sem eiga raunhæfa möguleika á að koma manni að.
Skoðanakannanir eru skoðanamyndandi. Óákveðnir kjósendur ákveða sig undir lokin og vilja kannski heyra hvað allir, einmitt ekki síst þeir sem hafa minnstan tíma fengið, hafa um einstök málefni að segja.
Það að útiloka E, F og H frá eyrum óákveðinna í þessum þætti er stórkostlega ámælisvert. Og hrikalega lúið hugarfar.
Fjölmiðlarnir hafa miklu meira vald en þeir trúa sjálfir.
Es. Hin þrjú fengu rör í lokin þannig að ég ét ofan í mig stærsta orðið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.