Hvernig ,,ertu að" útskýra þetta?

Nafnháttarblæti flestra viðmælenda - og fréttamanna - í kosningasjónvarpinu skyggði á annað í huga mínum í gær:

Þessi er að fá fulltrúa.

Þessi er ekki að fá fulltrúa.

Fæstir segja:

Flokkurinn nær fimm manns/Flokkurinn vinnur varnarsigur/Flokkurinn fer illa út úr þessu

Flestir segja:

Flokkurinn er að ná fimm manns/Flokkurinn er að vinna varnarsigur/Flokkurinn er að fara illa út úr þessu

Nafnháttarandskotansdálæti.

Ég get fyrirgefið þeim sem stóðu vaktina við litlu fartölvurnar sínar og sögðu (voru að segja, grrr) okkur lítið sem ekkert og flest heimskulegt af því að það er deginum ljósara að kosningasjónvarpinu var haldið úti af yfirgengilegum vanefnum. Þau fengu aldrei svör, við fengum ekki að vita fyrr en eftir dúk og disk hversu margir kusu í Reykjavík, hvort útstrikuð atkvæði voru talin strax með - og það voru engin skemmtiatriði, hmm. Þóra, Bogi og Ólafur þurftu vessgú að svitna í sviðsljósinu næstum stöðugt. Jóhanna og Helgi tóku boltann smá, Ragnheiður sat um Ráðhúsið og Brynja hitti sönghóp. *geisp* enda sofnaði ég fyrr en ég ætlaði.

Var ekki allt spariféð sent til Oslóar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert.

Hinumegin við borðið mitt í Gimli situr einmitt kona sem er á lokaspretti að vinna doktorsverkefni í málvísindum um notkun orðalagsins "að vera að". (Sem heitir eitthvað... sem ég man ekki hvað er.) :)

Sigga Lára (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég vona að þú peppir hana fyrir mig. Ég er ekki ein með þetta óþol.

Annars er ég búin að taka eftir nýjum orðalepp: á vettvangi ... Á vettvangi borgarstjórnar, á vettvangi stjórnmálanna, á vettvangi þingsins, á vettvangi nefndarinnar. Hvað með: í borgarstjórn, í stjórnmálum, á þingi og í nefndinni? Stundum.

Berglind Steinsdóttir, 1.6.2010 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband