,,Tapið er upp á marga milljarða"

Hjarta mitt slær með ferðaþjónustunni, boink boink. En ef menn bera sig illa og segjast tapa milljörðum á því að hestamótinu er frestað um ár - sem er afleitt - verða þeir líka að bera sig vel þegar milljarðarnir hrynja inn. Annars held ég að verðskyni fólks hafi hrakað umtalsvert frá 29. september 2008 og fæstir viti orðið muninn á milljónum og milljörðum. Gott ef billjónir og skrilljónir slæðast ekki stundum með.

Að svo mæltu óska ég gjörvallri ferðaþjónustunni alls hins besta, sem og öllum öðrum atvinnuvegum a Íslandi.

Þegar askan verður öll sest hef ég mikla trú á að eldgosið verði lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna og efnahagslífið en á meðan hún er það ekki er ástandið svaðalega erfitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband