Föstudagur, 4. júní 2010
Hjólasumar
Á morgun verður uppboð á reiðhjólum sem hafa endað í vörslu lögreglunnar. Mér hefði getað dottið í hug að mæta þangað til að gefa reiðhjóli framhaldslíf en þar sem mér datt það í hug í fyrra og fór með strætó í vitlaust bæjarfélaga (hver getur fundið Askalind?) datt mér það alls ekki í hug að þessu sinni. Að auki er mér ógleymanlegt að í fyrra seldust þau öll og þess vegna er óþarfi að ég lengi líf nokkurs þeirra.
Mér datt hins vegar í hug að fara í einhverja búð sem selur hjól, bara einhverja. Hjólinu mínu hefur svo oft verið stolið að ég er ekki til í að eyða hálfri annarri formúu í það en svo endaði ég í alvöruhjólabúð í dag og keypti mér BRONCO.
Ég hlakka mikið til þess að hjóla sperrt og reist í sumar með bögglabera og körfu.
Ég mun vakta það og svei þeim sem tekur það ófrjálsri hendi.
Athugasemdir
Svei mér þá ef ég verð ekki barasta skotin í þessu hjóli þínu....
Auður (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 19:27
Ég læt vita á næstu vikum hvernig það reynist og hvort það er þá óhætt að mæla með því.
Berglind Steinsdóttir, 4.6.2010 kl. 23:19
Ohhhh hvað þetta er flottur fákur. Reikna með að þú sért að leita að nafni og sting upp á :
Folinn (eins og hrærivélin hennar Ólafar)
Fagri Blakkur
Tinnan
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 23:41
Nei, ætli það verði ekki helst Bronco bara - eða burrinn.
Berglind Steinsdóttir, 5.6.2010 kl. 10:42
Flott hjól. Hvaða búð og hvað kostaði það?
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.6.2010 kl. 03:14
Nú þegar ég er búin að fara á því til Hafnarfjarðar og til baka þori ég að segja að ég keypti það í Markinu á 49.900 með skermum, bögglabera, flautu og körfu. Og líður eins og fálka - djoooók, bara einhverjum fugli sem flýgur á vængjum frelsisins. Úff, fötluð í höfðinu af súrefnisskammti dagsins.
Berglind Steinsdóttir, 6.6.2010 kl. 20:23
Góð fjárfesting. Passaðu það vel. Ég reyni að fá mér svona þegar og ef ég á einhvern tíma fyrir því.
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.6.2010 kl. 22:57
Flautu? Skrifaði ég það? Þar sést súrefnisofmettunin í alvöru. Ég grínaðist viljandi með skermana sem ég heyrði í fyrsta skipti á laugardaginn fyrir aurbretti, en það er bara veimiltítuleg bjalla á hjólinu, hahha. (Og ég er með rasssæri þannig að það er athugandi að skipta yfir í mýkri hnakk.)
Já, ég lít reglulega mjög ógnandi út um gluggann ... enginn skal voga sér að nálgast það í óleyfi, ræræræ.
Berglind Steinsdóttir, 7.6.2010 kl. 23:04
Déskolli flott. Ég er að íhuga fuji!
Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 09:16
Er það ekki filma?
Berglind Steinsdóttir, 10.6.2010 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.