Þriðjudagur, 15. júní 2010
Meiri hluti vs. minni hluti
Stjórn vs. stjórnarandstaða. Löngum höfum við upplifað víða svo ómarkvissa stjórnarandstöðu, rifrildiskennda, ómálefnalega og lausa við uppbyggingu að ég held að við höfum gleymt að stjórnarandstaða á að veita aðhald. Gagnrýni er ekki neikvæð í eðli sínu, óorði hefur bara verið komið á gagnrýni.
Nú þegar borgarstjórn er búin að skipta með sér verkum og öll dýrin í skóginum ætla að vera vinir - sem ég ætla ekki að kvarta yfir - gæti verið að reyndi á hinn almenna borgara að veita málefnalegt aðhald. Þá er vefurinn sem settur var upp gagnlegur.
Er enn sérstakur framkvæmdastjóri miðborgarmála? Ég veit um mann sem langar mikið að vita hvort þetta tímabundna stöðugildi sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum er enn við lýði en kemur því ekki í verk að hringja í Ráðhúsið og spyrja. Og ég er sennilega ekki nógu áhugasöm til að taka af honum ómakið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.