Fimmtudagur, 17. júní 2010
Vettvangurinn
Það er nýjasta samsetningin sem ég tek eftir að sé notuð seint og snemma. Eitthvað er gert/hugsað á vettvangi
borgarstjórnar
þingsins
Alþjóðahvalveiðiráðsins
nefnda
formanna flokka!
ríkisstjórnarinnar
einkaréttar!
iðnaðar
barnaverndarnefnda og meðferðarheimila.
Þessi dæmi eru bara brot þeirra sem ég fann ... á opinberum vettvangi.
Athugasemdir
bullshit
spritti (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 02:02
Þetta var einmitt til umræðu í málfarshluta morgunþáttar Rásar 1 um daginn, ótrúlega þreytandi "orðskrúð". Þeir sem tala svona halda að þeir séu flottari en þeir sem segja bara einfaldlega að eitthvað hafi verið til umræðu í borgarstjórn/á alþingi/í Alþjóðahvalveiðiráðinu o.s.frv. Menntaskólanemendur (og örugglega fleiri nemendur - ég hef bara reynsluna þaðan) detta stundum í þennan pitt og halda að þeir séu að skrifa betri texta en þetta gerir ritgerðir bara lengri og leiðinlegri.
Ásgerður (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.