Laugardagur, 19. júní 2010
Mismæli
Það var alþekkt(?) að þeir sem vildu fá góðan lestur á auglýsingar sem voru hengdar upp í sjoppum (eru þær aflagðar?), t.d. um að barnapía óskaðist eða að kommóða væri til sölu, laumuðu inn eins og einni villu, ásláttar- eða stafsetningarvillu. Þá var öruggt að allir lásu auglýsinguna í þaula til að leita að fleiri villum og býsnast svolítið.
Nú þegar menn fjargviðrast mikið yfir villunni í þjóðhátíðarræðunni fer ég að velta fyrir mér smjörklípuaðferðinni; er eitthvað í ræðunni sem við áttum ekki að staldra við (og þá virkaði Dýrafjörðurinn) eða eiga lesendur að leita að fleiri villum og lesa þar með ræðuna í þaula?
Kenning Greips Gíslasonar, eðal-Ísfirðings, á Bylgjunni áðan var líka góð, að forsætisráðherra væru Dýrafjarðargöngin svo hugleikin ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.