Föstudagur, 25. júní 2010
Spánarsnigillinn var svartsnigill
Sem ég fór í væna göngu upp á aflíðandi fjall í fyrradag lærðist mér að þar væri að finna ógeðslegan snigil. Sjálf hef ég mikið umburðarlyndi gagnvart ógeðslegum sniglum sem mér býður bara ekki neitt við, kann sennilega ekki vont að forðast. Og við hittum fyrir í votlendi svona líka viðbjóðslegan spánarsnigil, og sögur voru rifjaðar upp af viðlíka kynnum. Jæks.
Svo fór samt einhver að fletta í gegnum veraldarvefinn þegar heim er komið - og viti menn, viðbjóðslegi spánarsnigillinn reyndist ógeðslegur svartsnigill.
Og það er ljómandi gott fyrir leiðsögumenn að verða einhvers vísari ...
Þetta gæti þó útskýrt misskilninginn:
Svartsnigill getur frjóvgað sig sjálfur en kýs þó að makast við aðra einstaklinga. Á seinni árum hefur komið í ljós að svartsnigill getur auk þess verið fjöllyndari en góðu hófi gegnir. Hann á það nefnilega til að makast við spánarsnigil og geta af sér afkvæmi með honum sem hafa reynst harðger og kuldaþolin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.