Laugardagur, 26. júní 2010
Starfandi stjórnarformaður?
Mér finnst ekki sjálfsagt að þetta fari ekki saman, ég meina eiginlega málfræðilega. Mér finnst eins og þetta þýði eingöngu að stjórnarformaðurinn vinni - og enginn getur amast við því. Í raunheimum þýðir þetta þó að stjórnarformaðurinn sé líka ráðinn í starf hjá viðkomandi stofnun.
Eða hvað?
Og einhver uppástóð í gær að það væri ekki löglegt. Eða hefði átt að verða ólöglegt. Jafnvel að það hefði kannski staðið til en ekki orðið af.
Minnir mig á fjölmiðla sem byrja fyrirsagnir á: Bankarnir rétta úr kútnum - og svo kemur skilyrt framhald: ef menn hætta að koma sér undan því að borga ólöglega reikninga. Bara tilviljunarkennt dæmi tekið utan úr himingeimnum. Ég hef margoft orðið vör við að fólk heyrir bara byrjunina og heldur síðan að þessi hugsanlegi möguleiki sé hreinn og klár sannleikur.
Óskýrt? Welcome to my world ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.