Tvískinnungurinn í manni

Ég fékk auðkennislykilinn sendan heim í gær og sem ég sat við að skrá hann inn í gærkvöldi var spiluð í sjónvarpinu auglýsingin með Björgvini Halldórssyni. Ég hló massamikið. Ég held nefnilega að Björgvin hafi ekki verið að leika ... en reyndar hef ég enga ástæðu til að leggja fæð á hann. Ég held samt að hann sé svolítið góður með sig.

Hins vegar láðist mér að gá að því í hvers nafni auglýsingin var. Hver borgar þá? Og ætti ég ekki að verða reið eins og út í Kaupþing um áramótin?

Er maður fullur af tvískinnungi? Ekki svara (svarið er of augljóst)!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband