Sunnudagur, 4. júlí 2010
Eigin hagsmunir/eiginhagsmunir
Einhvern veginn finnst mér að fólki sé jöfnum höndum legið á hálsi fyrir að vera ekki í þeirri vondu stöðu sem fólk er almennt í og því borið á brýn að geta ekki sett sig í spor þeirra sem eru ofurskuldsettir, atvinnulausir o.s.frv. og fyrir að vera í þeirri sömu stöðu og þá eins og það gangi bara eigin erinda ef það hefur ákvörðunarvald.
Stjórnmálamenn þurfa fyrst og fremst að sýna að þeir meini að almennir hagsmunir gangi framar sérhagsmunum, að almennar reglur gildi fyrir alla, líka þá og vini þeirra, en það er ósanngjarnt að sumir skammi stjórnmálamenn fyrir að vera með gengistryggð lán og að aðrir skammi þá sem eru ekki með þau fyrir að vera ekki með þau.
Ef ég hefði fengið boðaða heimsókn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefði ég sett það fram sem mína helstu tillögu að stjórnmálamenn settu almennar reglur (auðvitað gagnlegar og í ljósi breyttra tíma) FYRIR ALLA. Ef það hefði verið gert og ef það væri gert sætu allir við sama borð og engum væri hyglað. Útboð vegna verkefna, stöðuveitingar, lánveitingar, sala ríkiseigna - lausnin blasir við. Ísland er auðugt land, Íslendingar eru menntaðir og við gætum öll verið í jafnvægi og vel sett ef græðgi og sérreglur fárra hefðu ekki sett svo marga á hliðina.
Ég var með fleiri tillögur en þær sneru helst að sveitarstjórnarmálum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.