Sunnudagur, 11. júlí 2010
Staðbundið veður (skyggni ágætt á húfunni minni)
Ég er svo mikill Reykvíkingur að ég hneigist til að skoða veðurspána út frá höfuðborginni. Um helgina var ég á hinum dýrlega stað Hellu og þar var allt annað veður en í Reykjavík - en ekki bara það, allt annað veður en í Hveragerði og á Hvolsvelli.
Í gær rigndi dropum á stærð við badmintonkúlur, reyndar sæmilega hlýjum þannig að ekki fór illa um okkur í sundi og víðar. Og ég sver að ég hugsaði og sagði: Gott, þá hreinsast kannski eitthvað askan undir Eyjafjöllum. Svo heyri ég í fréttum í kvöld að Þorvaldseyri hafi farið á mis við alla rigningu í lægðunum ógurlegu. Hnuss.
Og nú er ég spennt að vita hvað gerist næstu vikuna. Rís Eyjafjallajökull eða hnígur? Hvessir eða lægir? Siglir Herjólfur í Landeyjarnar? Er Fjaðrárgljúfur á sínum stað?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.