Danska upplýsingastofan um þjóðarmorð ...

Hver kippist ekki við af spenningi? Hehhe, nú er ég langt komin með Undatekninguna eftir Christian Jungersen (tæpar 600 blaðsíður) sem gerist meðal starfsmanna umræddrar upplýsingastofu. Ég veit varla hvort hún er venjulegt melódrama (ástir og örlög) eða spennusaga (er fólk myrt eða deyr það bara við að hrynja niður olíuborinn stiga?), kannski sagnfræði (langar greinar um hvernig heilu þjóðabrotin voru leidd til slátrunar). Samt hallast ég helst að því að hún sé um togstreitu á vinnustöðum, sálfræðileg viðbrögð, að gera samstarfsfólki sínu upp sakir og nánast glæpsamlegt athæfi. Hún er á köflum alveg hroðalega langdregin en samt er þarna einhver spennugulrót og nú, þegar ég á eftir um 150 blaðsíður, er ég orðin mjög spennt að vita HVER SENDI TÖLVUPÓSTANA MEÐ HÓTUNUNUM.

Af tillitssemi við Habbý ætla ég ekki að spjalla um þýðinguna.

Svo vona ég að Viggó frétti að næst hlýt ég að lesa Nafn rósarinnar - svo að ég geti einhvern tímann skilað honum eintakinu sem hann lánaði mér. Eftir þessa bók er ég komin í góða æfingu við að lesa doðranta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband