28 evrur í Bláa lónið!

Þegar aðgangseyrir í Bláa lónið er orðinn 4.600 krónur eða hvað mér var sagt í símann í dag, 28 evrur í þýðingu, get ég ekki með nokkru móti mælt með því við túristana mína. Ég segi þeim auðvitað frá þessu þegar þeir spyrja en hvet þá til að fara í sund.

Svo kostar 800 kr. að leigja handklæði!

Ég held að Bláa lónið muni verðleggja sig út af markaðnum nema það sé beinlínis að reyna að hrista af sér lausatraffíkina. Ég þykist nefnilega vita að það sé skömminni skárra að kaupa pakka fyrirfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ef þetta er rétt hjá þér er ég alvarlega hneykslaður!!

tæpar fimmþúsundkall  að dýfa sér í hvíta drullu og heitt vatn!!!

Megi þeir fara á hausinn fyrir mér og það sem fyrst!!!

Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 21:51

2 identicon

Svo er eitt verð fyrir Íslendinga og annað fyrir útlendinga ... a.m.k. hefur það verið svo í einhvern tíma (tveir fyrir einn fyrir Íslendinga).

Ásgerður (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 00:06

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég vil ekki að Bláa lónið fari á hausinn en mér finnst þetta óþolandi, líka þetta með 2 fyrir 1. Það á að vera eitt verð og það á að vera sanngjarnt.

Ég kom við í Jarðböðunum í Mývatnssveit í vikunni og þau ollu mér líka vonbrigðum. Það á að opna þau kl. 9 og kl. 9:30 var enn ekkert lífsmark. Það var sóðalegt í kring og allt mjög eyðilegt. Lélegur bisness.

Berglind Steinsdóttir, 29.7.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband