Fimmtudagur, 29. júlí 2010
Engu logið upp á Austfjarðaþokuna
Þokan var svo þéttstrengd á milli Egilsstaða og Neskaupstaðar í gær að hægt hefði verið að hengja þvott á hana. Á ég að trúa að ófrískar konur séu sendar í klukkutímarússibana á ögurstundu? Aksturinn tekur klukkutíma við bestu aðstæður. Núna er hásumar. Og Oddsskarðið er einbreitt!
Er þetta pólitík?
Athugasemdir
ó mæ god!!! ekki furða þó austfirðingar hafi fundið til þunglyndis eftir fjölmargar vikur í þreifandi þoku!!! og sekki sést munur á nóttu og degi á bjartasta tíma ársins.....
Sólveig (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 12:26
Já, samúð mín hefur líka aukist!
Berglind Steinsdóttir, 30.7.2010 kl. 19:08
Keyrði einmitt um Oddsskarðið fyrir hálfum mánuði í þoku og ég jesúaði mig í bak og fyrir, skil bara ekki hvernig blessað fólkið getur búið við svona. Mér var tjáð að margur eldri þorpsbúinn færi bara ekki fetið, þeim væri svo illa við skarðið.
Hafdís Jónst. (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 19:26
Mig furðar það ekki. Og núna er hásumar, öss. Ég man í gamla daga þegar bróðir minn kenndi þarna og ég fór í heimsókn um páska - var auðvitað veðurteppt á Egilsstöðum og sat þar og spilaði á spil við aðra veðurteppta. Þá snjóaði enn grimmt. Maður ætti kannski að kíkja austur einhvern vetrarpartinn ... og fá enn meiri hroll.
Berglind Steinsdóttir, 2.8.2010 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.