Föstudagur, 30. júlí 2010
Landeyjahöfn
Ég hef ekki heyrt neinn veina yfir landgrunninu í Landeyjahöfn nema einn núna í fréttatímanum. Það var fyrirsjáanlegt að það tæki tíma að ná kúrsinum. Það er engin náttúruleg höfn þarna og það mun áfram þurfa að dæla upp sandi. Ég held að vinnan þarna sé góð og ég hlakka mikið til að fara til Eyja, vonandi í náinni framtíð.
Hafa menn ekki tekið eftir sanddælunni í Reykjavíkurhöfn? Er ekki eitthvað svipað gert á Grundartanga?
Áfram Vestmannaeyjar!
Minni svo á að fuglinn í Eyjum er lundi en ekki kría ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.