Jarðböðin í Mývatnssveit

Áður en ég fór með þýsku farþegana mína hringinn hafði ég í hyggju að stinga upp á ferð í Jarðböðin af því að mér sýndist við hafa góðan tíma í Mývatnssveit. Á daginn kom svo að ég hafði annað plan í höndunum en þau og Húsavík með hvalaskoðun, Tjörnes, Ásbyrgi og Dettifoss bættist við daginn sem ég ætlaði að stinga þeim í lón.

Daginn eftir ákvað ég því að við keyrðum að böðunum og litum á þau. Þá var ekki búið að opna hálftíma eftir auglýstan opnunartíma, matarleifar voru á veröndinni og engin önnur ummerki um mannaferðir. Þarna stóð ekki til að selja þeim neitt - en helv. hefði það líka verið erfitt. Og það er ekki eins og það taki því ekki að rukka, auglýstur aðgangseyrir er 2.500 kr.

Hefur einhver tekið sprettinn í norðurlóninu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband