Mánudagur, 2. ágúst 2010
Allir í sundi
Það var ekki hægt að kvarta undan mannfæð í sundlaugunum mínum um helgina. Í dag varð ég t.d. að láta mér nægja að svamla í heitasta pottinum og kryfja heimsmálin þar sem allar brautir voru uppteknar þann tíma sem ég hafði tekið frá til sundiðkunar.
Er þessi íþrótt ekki að verða æ vinsælli?
Næstu vikuna eða svo ætla ég að ,,æfa" göngur - enda styttist tíminn í annan endann áður en mitt árlega 10 km hlaup hefst. 21. ágúst er hin heilaga dagsetning þessa árs. Fjölmennum í skokk Reykjavíkurmaraþonsins!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.