Traffík í Reykjadalnum

Ég æfði stafagöngu í uppsveitum Hveragerðis í dag. Þar var stríður straumur útlendinga á leið í heitu ána. Fólk stoppaði mig og spurði hvað það ætti langt eftir í heitu laugina. Og ég fór að hugsa um hvers vegna ferðaþjónustan utan um skemmtiferðaskipin býður ekki gönguferðir með hinum ferðunum. Það er langtum yngra og frískara fólk farið að sigla á þessum skipum, fólk sem er til í smááreynslu.

Þarna er himnesk litasamsetning, hverir, hveralykt, smápríl, 2ja tíma róleg ganga. Svo má prjóna Þingvöllum við ef um er að ræða heilan dag.

Þegar ég var í skipunum fórum við stundum salíbunu upp á Langjökul, ekki á sleða eða neitt heldur bara keyrðum upp á jökul með fólkið aftan á vagninum. Kannski voru þær lagðar af en ferðaþjónustan þarf stöðugt að brydda upp á nýjungum. Eitt árið var rúntur í Rauðhólum sem náði ekki flugi.

Ganga í Henglinum gæti hins vegar gert sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband