Miðvikudagur, 4. ágúst 2010
Hvalfjarðargöng
Er verið að spara rafmagn með því að hafa lýsinguna svona naumt skammtaða í göngunum? Ég sá nefnilega í fréttatímanum að það munar miklu. - Kannski er þetta ástæðan fyrir að ég keyrði einu sinni í gegnum göngin á 40 kílómetra hraða ... á mótorhjóli. Þvílíkt sem ég var stressuð.
Væru ríkisrekin göng öruggari? Maður spyr sig.
Athugasemdir
Er ekki hægt að slökkva bara ljósin. Bílarnir hafa nú ljós sem hægt er að nota.
spritti (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 00:15
Hey, viltu kannski slökkva á sólinni líka?
Berglind Steinsdóttir, 5.8.2010 kl. 08:32
Með smá fjárfestingu held ég að hægt væri að nýta birtuna í göngunum betur. Ég hugsa til þess að hafa séð í göngum erlendis þétta röð af einhverju endurskinsdóti sem gæti verið hægt að nota í staðinn fyrir allt of fáar stikur, væri hægt að hafa þéttari röð af stikum. Kannski þrífa stikurnar öðru hvoru því af þeim kemur ekkert endurskin lengur. Einhver sagði að gott væri að kalka göngin að innan, ef göngin eru ljósari þarf minni orku í lýsingu.
Auður Sig (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 19:28
Auður, hefur fréttastofan talað við þig? Mér heyrist þú hafa betri svör en ráðherrann.
Berglind Steinsdóttir, 12.8.2010 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.