Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Í lok ferðar
Nú er ég búin að vera hálfsambandslaus á gangi á Suðurlandi með átta Þjóðverja sem sögðu salíróleg: Meðan þið sem búið á Íslandi eruð róleg yfir eldfjöllunum erum við það líka.
En hvað veit maður? Hekla hótar að gjósa með korterisfyrirvara, Eyjafjallajökull reykti meðan við fórum inn í Þórsmörk og forsetinn ,,hótar" útlendingum með Kötlu sem er löngu komin á tíma. Við keyrum framhjá augljósum ummerkjum um vatnsflóð og á gangi meðfram Skógaá fer ekki á milli mála að þar féll aska fyrir skemmstu. Jöklar aka sér til, hopa og gliðna meðan við stingum niður fæti.
Er öryggið áreiðanlega áreiðanlegt?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.