Hvað hangir á Mílunni?

Ég fylgdist með gosinu í Eyjafjallajökli mest í gegnum Mílu-vefinn og fannst nokkuð hraustlega gert (af fyrirtækinu). Nú er Míla búin að bæta við vefmyndavélum í miðborginni, við Geysi og í Bláa lóninu. Maður þarf ekki að fara út úr húsi lengur til að sjá fólk og fugla busla ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gætir líka haft gula gúmmíönd í baðkerinu heima og slegið tvær flugur í einu höggi. Sparar bandvídd. Hver veit, kannski kemurðu af stað nýju tískufyrirbæri og kemst í sjónvarpið. Betra samt að hafa ekki vefmyndavélar í baðinu, upp á pólitíska framtíð og allt það.

Uppáhaldsasti frændi þinn í öllum heiminum (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 05:33

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hahha, svona vélar eru settar upp fyrir útlendinga eins og þig. Og nú ertu bara abbó af því að það mátti engu muna að ég færi Hagahringinn á rápi mínu í kringum Geysi og nærsveitarfyrirbæri.

Berglind Steinsdóttir, 14.8.2010 kl. 13:58

3 identicon

Jú ég horfði stundum á vefmyndavélarnar sem Inspæerd bæ Æsland auglýsingaherferðin kom upp á vefsíðunni sinni, en ég vissi ekki af þessum þó ég gæti alveg látið mér detta í hug að sama fyrirtækið hafi annast þetta.  Það veitti vissan svala í sálinni að horfa á þetta, sem veitir ekki af, því hitinn hefur verið milli 36-43 á selsíus að degi til undanfarinn mánuð. Fer niður í 25-30 á kvöldin. Má ég frekar biðja um íslenskan febrúargarra. Hins vegar dauðöfunda ég þig af mildu sumarveðrinu heima. Bið að heilsa öndunum.

Guðmundur Flórdælingur Frændi (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 21:26

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Garg, ég kann að meta 35°C í svolítinn tíma þannig að ég öfunda þig bara á móti. Annars verð ég víst að viðurkenna að gönguveður hefur verið fádæmagott í gönguferðunum mínum. Meira að segja rigningarúðinn hefur verið notalegur. Milt sumarveður er kórrétt lýsing.

Berglind Steinsdóttir, 15.8.2010 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband