Farsímafár

Eins og gefur að skilja hefur margur farsíminn ratað inn á heimilið. Allir gefa þeir upp öndina fyrr eða síðar en hver með sínu móti. Nú sýnist mér kreppusíminn sem ég keypti 4. október 2008 af verulega illri nauðsyn vera að syngja sitt síðasta og það í hljóði. Hann slekkur á sér, klárar hleðsluna á fimm klukkutímum í bið, frýs - og tekur myndir að eigin frumkvæði. Í alvöru, hann bara liggur á borðinu og katsjinnng, allt í einu opnast myndavélargatið og hann smellir mynd af borðinu.

Mér finnst þetta skárri aðferð til að ljúka farsímalífi sínu en að hætta skyndilega þegar ég er að hlusta á spennandi þátt í útvarpinu (í símanum).

Og nú þarf ég enn að leita mér að síma sem uppfyllir lágmarkskröfur mínar. Kannski sunnudagurinn fari í það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er svolítið skemmtileg saga til að segja frá, hvernig síminn dó. Að hann sýni merki um sjálfstætt líf. Verst hvað endingin er stutt, ég hef verið svo heppin að geta átt mína allavega í 3 ár.

Auður Sig (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband