Föstudagur, 20. ágúst 2010
68 kóra söngur
Gva, hvað það var gaman að vera leiðsögumaður í gær. Sólin skein, leiðsögumaðurinn lék við hvurn sinn fingur, farþegarnir hlógu að öllum bröndurunum og launuðu með kórsöng, súkkulaði og faðmlögum. Finnski kórinn frá Vallis og ég vinguðumst hratt og örugglega.
Á morgun syngur hann með 67 öðrum kórum frá Norðurlöndunum og Eystrasalti úti um alla borg á menningarhátíð. Ég mun leita þau uppi og hvet aðra Reykvíkinga til að gera slíkt hið sama.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.