Sunnudagur, 22. ágúst 2010
Frímúrarar, Seðló og strætó
Úrvalsmenningarhátíð í gær. Ég heilsaði upp á frímúrara, gekk um salarkynnin, fékk kleinu og las bæklinginn. Þeir segjast ekki fela neitt.
Ég skemmti mér við að fylgjast með vígslu nýs skiltis á Klambratúni og fór svo í Seðlabankann og reyndi að leysa aðsteðjandi vanda með stýrivöxtum.
Get ekki kvartað.
Verð hins vegar að kvarta undan strætó. Ég ætlaði til Hveragerðis í dag, skoðaði straeto.is og sá að ég gæti ekki tekið vagn upp í Mjódd þaðan sem leið 51 fer. Vagnarnir byrja nefnilega að ganga kl. 12 almennt og yfirleitt á sunnudögum í höfuðborg Íslands. Ég kom mér í Mjóddina með harmkvælum rétt fyrir 12 til að ná vagninum sem færi kl. 12 - en viti menn, á leiðaspjaldinu þar stendur að vagninn fari kl. 12:30. Strætókortasjoppusalinn kom af sömu fjöllum og ég og aðrir farþegar. Þetta er meintur vetrartími sem hófst víst í dag.
Ætli dr. Gunni hefði staðið vaktina betur sem stjórnarformaður?
Athugasemdir
Æ gleymdi að segja þér frá þessu með vetraráætlunina ... en auðvitað vissi ég af því að hún byrjaði í gær sunnudag. Sá það á straeto.is í frétt frá 16 .ágúst og allt það. Þú og sjoppusalinn bara alveg úti á þekju...
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:01
Og ýmsir aðrir farþegar því að upplýsingarnar á vefnum voru rangar.
Berglind Steinsdóttir, 24.8.2010 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.