Þriðjudagur, 24. ágúst 2010
Steinull og strigi
Eftir fantafína göngu um Öskjuhlíðina í kvöld (í boði OR) met ég heimsókn í undirheima Perlunnar hápunkt kvöldsins. Einar jarðfræðingur sagði mér að víst væri geymt 80°C heitt vatn í fjórum geymum af sex. Og við nokkur sérlega áhugasöm fengum að ganga undir Perlunni og skoða leiðslurnar - og einangrunina. Utan um leiðslurnar er steinull, utan um steinullina er strigi og hann er málaður hvítur. Kjarval hvað? Svo eru gormar til að mæta breytum í leiðslunum.
Gaman!
Og ekki spillti síðsumarsveðrið, seiseinei.
Athugasemdir
Og þú komst ekki við hjá okkur í kvöldkaffi eftir þessa fantafínu ferð. Hnuss!
Ásgerður (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 17:41
Nei, og þú heppin, það var orðið svo dimmt að ég hélt að myndi enda í Keiluhöllinni!
Berglind Steinsdóttir, 29.8.2010 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.