Mánudagur, 30. ágúst 2010
Lotutúlkun
Ég er á hraðnámskeiði, hálfgerðu skyndinámskeiði, í lotutúlkun þessa vikuna. Ég hef aðeins og bara örlítið fengist við túlkun, yfirleitt þá fengið ræðurnar fyrirfram - og fundist það nógu erfitt. Það sem dr. Dorte er að kenna okkur er hvernig á að túlka ræðu sem er haldin í allt að korter og svo kemur að túlkinum. Þá reynir á (tungumálaþekkinguna, jájá, og) punktatækni.
*svitn*
Ég held að það ætti að kenna hraðritun. Dorte þessi hefur komið sér upp, fyrir sig, alls konar dulmálslyklum fyrir Evrópu og Evrópubúa, lýðræði, í gær og á morgun, fyrir 15 árum, síðustu 15 árin, efnahag, fjármálastjórnun, þróun og sjálfbæra þróun - með orðum úr ýmsum tungumálum og brosköllum, samsettum táknum o.s.frv.
Spennandi. Kannski er framtíð í'ðessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.