Væntingastuðull vegna spennubókar

Einhver segði sjálfsagt að ég hefði óalmennilegan smekk (eins og ég hef verið kölluð húmorheft (með snert af kímni samt) fyrir að finnast ekki The Office skemmtilegur þáttur) en nú er ég komin á blaðsíðu 70 í meðmæltri spennubók (sá m.a. þau meðmæli að best væri að byrja ekki fyrr en maður hefði nægan tíma til að lesa lengi) - og ég sofna út frá henni.

Næst verður það eitthvað almennilegt, t.d. Íslandsklukkan, Innansveitarkronika (sem nemandi mælti með við mig (fyrir 14 árum)), Karamazovbræður eða Atemschaukel eftir Hertu Müller. Já, og Grettla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert augljóslega illa sofin og syfjuð í meira lagi. Ég mæli einmitt með bókinni.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:26

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þú ert einmitt ástæðan fyrir að ég keypti bókina. Svona eru áhrif þín mikil - og ábyrgðin með. Ræræræ.

Berglind Steinsdóttir, 9.9.2010 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband