Sunnudagur, 12. september 2010
Útlenskukunnátta og túlkaþjónusta
Ef svo einkennilega skyldi vilja til að fólkið sem fór í víking til annarra landa skyldi ekki kunna tilhlýðilega mikið í útlenskunni sem það brúkaði meðan það lagði undir sig land og annað væri alltaf hægt að fá hjálp túlka. Kannski ætti að túlka í dómsmálum í útlöndum yfirleitt svo menn geti einbeitt sér á sínu eigin tungumáli við að skýra mál sitt.
Hvernig dettur mönnum í hug að bera fyrir sig svona bull og halda að þeir þurfi þá ekki að svara fyrir sig í dómsmáli?
Hvað vantar í fréttina? Hefur fólk almennt val um að segjast ekki vilja svara ákærum dómstóla?
Eftirfarandi orð féllu í þættinum Víðsjá (sé ekki hvenær):
Þannig er mörgum væntanlega í fersku minni að blessuðum bankamönnunum okkar þótti íslenska til lítils brúkleg í allri útrásinni fyrir nokkrum árum og töldu eðlilegt að taka upp ensku í sem flestum þáttum starfsemi sinnar.
Að vísu má leggja þau út sem skoðun Finns Friðrikssonar en ég held að flestir kannist við hugmyndina. Stjórnmálamenn lögðu þetta líka til í fyllstu alvöru. Enskan sótti verulega í sig veðrið út af nálægð við hinn stóra (viðskipta)heim og íslenskan átti meira og meira undir högg að sækja.
Athugasemdir
Já, ég skil einmitt ekki af hverju þessum fjárglæframönnum, sem nú þykjast ekki kunna ensku og segjast þess vegna ekki geta svarað til saka í Nýju Jórvík, er ekki boðin túlkaþjónusta og málið dautt. Þá geta þeir ekki falið sig bak við það lengur ... spurning upp á hverju þeir taka þá, gæti verið spennandi að fylgjast með því! :-)
Ásgerður (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.