Hvort heitirðu A eða Ö?

Ég hef um hríð haft á lofti þá kenningu að fólk skírði börnin sín í auknum mæli nöfnum sem eru framarlega í stafrófinu til að þau þyrftu ekki að bíða lengi eftir að fá að taka leikfimiprófið eða munnlega prófið í ensku. Mér er í fersku minni hvað mér fannst gott að heita alltaf u.þ.b. þriðja nafninu í skóla, var aldrei alveg fyrst en alltaf snemma búin. Kennararnir mínir voru nefnilega mjög ferkantaðir í þessu, byrjuðu fremst og unnu sig niður/aftur stafrófið.

Um helgina spjallaði ég við Þ hjúkrunarfræðing sem man nefnilega hvað það var raunalegt að þurfa alltaf að bíða þangað til hinir voru búnir og þegar á það hefur reynt hjá henni hefur hún lagt sig fram um að byrja stundum aftast, stundum í miðjunni og hafa stundum handahóf. Ef kennarar væru meira vakandi fyrir þessu held ég að Össur, Æsa og Völundur mundu aftur sækja í sig veðrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband