Áherslumunur í fréttaflutningi

Ég var að vonum forvitin að gægjast í gegnum fréttir inn á landsþing Frjálslynda flokksins og sjá m.a.  fjöldann sem lætur sig sjávarútvegsmál, innflytjendur o.fl. varða. Mogginn stendur sig vel og birtir m.a.s. alla ræðu formannsins. Hins vegar kom Stöð 2 mér á óvart með að geta þingsins bara í framhjáhlaupi í seinni parti fréttatímans.

Stöð 2 eyðir náttúrlega miklum kröftum í að koma upp um barnaníðinga, sem er vel. Stöð 2 rekur sig á auglýsinga- og áskriftartekjum. Getur verið að fréttastofan þeirra hafi einfaldlega minna bolmagn en RÚV? Ég verð eiginlega að éta þessa spurningu strax ofan í mig því að mér finnst fréttaflutningur Stöðvar 2 ekki fátæklegur.

Í prófkjarahrinu haustsins hef ég verið sem límd við fréttamiðla og ekki fyrr tekið eftir þessum sláandi mun. RÚV - það sem var til umræðu í þinginu dögum saman um miðjan mánuðinn - var  með landsþingið sem fyrstu frétt, G. Pétur var á staðnum og þingbyrjun voru gerð góð skil.

Ég tók eftir öðru í frétt ríkissjónvarpsins, ræða formanns var flutt á táknmáli líka. Er þetta ekki eini flokkurinn sem gerir það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband