Fælingarmáttur hótela

Ég frétti af hóteli áðan sem rukkaði 280 krónur fyrir byrjað símtal. Það stóð yfir í u.þ.b. hálfa mínútu og náði úr fastlínu í Borgartúni í fastlínu í Mánatúni. Engar ýkjur. Fór fram á móðurmálinu.

Ein nótt í herberginu kostaði 33.000 krónur. Maður getur spurt sig hver borgi það verð. Svarið er ekkert annað en að það er meint listaverð. Túristar sem frílysta* sig á eigin vegum á Íslandi og detta inn á stað með svona okurverðlagðri þjónustu byrja að tala um það þegar þeir koma heim, segja svo oft og mörgum sinnum frá okrinu.

Þetta er landkynning sem segir STOPP.

 

*Orðið fer betur í munni en er víst stafsett svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband