Föstudagur, 26. janúar 2007
Skóflustunga með viðhöfn
Marín og Steingrímur byrja að moka holu á lóðinni sinni (í hvarfi frá álverinu) á morgun. Nú fer mér að finnast íbúalýðræðið enn meira spennandi. Verst að ég man ekki alveg hvar holan á að koma ... er það ekki einhvers staðar nálægt staðnum þar sem bíllinn minn hefur ílenst alla vikuna?
Athugasemdir
Mikið er nú veraldarvefurinn skemmtilegur. Ekki nóg með að ég fái skilaboð frá Berglindi inn á mína eigin síðu heldur heyri ég nú að Marín sé farin að byggja. Hvenær hitti ég ykkur tvær síðast? Fyrir tíu árum eða eitthvað svoleiðis???
Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.1.2007 kl. 18:39
Já, nú er Ottawa bara orðin eins og 119 Reykjavík, eða þá 223 Hafnarfjörður. Aldrei hitti ég hvort eð er fólk sem býr í úthverfunum ... Þegar Marín verður flutt í Kaldárselslandið geri ég ráð fyrir að fara aldrei í heimsókn án þess að taka með mér svefnpoka til öryggis.
Berglind Steinsdóttir, 28.1.2007 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.