Þriðjudagur, 21. september 2010
Bíllausi dagurinn 22. september
Það er puð að hjóla, sérstaklega upp brekkur. Mér þætti reyndar raunalegra að hjóla í lausu lofti, sem sagt inni í sal. Þess vegna nota ég gripinn til að koma mér á milli staða. Og þá er nú aldeilis hippt og kúlt að hafa hjólavefsjá til að sjá bestu leiðina milli hverfa.
Hef ég sagt nákvæmlega þetta áður?
Nei, ég held að hjólavefsjáin sé ný.
Athugasemdir
Þú hefur allavega hvatt almenning (og fleiri) til að hjóla á milli staða, áður. Ég stið þá hvatningu. Gó Berglind!
Ég ætlaði að hjóla í skólann um daginn EN það ískraði svo hressilega í hjólinu hennar mömmu (því ég hef ekki fjárfest í eigin hjóli enþá) að dekkin sprungu! Nei djók! Þetta ískur var bara dónalegt svo ég fór á bílnum og var fyrir vikið skítkalt í skólanum því ég notaði bílinn fyrir yfirhöfn í staðin fyrir stóru góðu úlpuna hennar mömmu (því úlpan hennar er betri en mín (sem ég stal af henni))
Svavs (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 11:37
Hahha. Fáðér hjól! Nú eru þau á skásta verðinu.
Berglind Steinsdóttir, 26.9.2010 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.