Kosið á stjórnlagaþingið 27. nóvember

Nú eru rúmar þrjár vikur til stefnu fyrir frambjóðendur til stjórnlagaþings og ég byrjaði í gærkvöldi að velta fyrir mér hvað ég vildi sjá í framboðunum.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er ekkert sérlega seinlesin enda á hún að vera hverjum læsum manni mjög aðgengileg. Henni á að breyta.

-Styrkja þrískiptingu valdsins?

-Halda forsetanum? Fækka tímabilunum ofan í tvö? Auka ábyrgð hans?

-Fækka kjördæmunum, jafna atkvæðavægið?

-Bæta við grein/um um stjórnmálaflokka?

-Aðskilja ríki og kirkju?

-Hnykkja á eignarréttinum?

-Hnykkja á atvinnufrelsinu?

-Hækka/lækka kosningaaldur og/eða kjörgengi?

-Fiskur, heitt vatn, kalt vatn, olía - þjóðareign/almannaeign? Einkaeign?

Línur mínar eru farnar að skýrast og nú bíð ég spennt eftir framboðunum.

Á einum stað í kynningargögnunum stendur:

Maður má því bara mæla með einum frambjóðanda - en hver frambjóðandi þarf bara 30-50 meðmælendur hvort eð er. Einn skólabekk.

Það er líka ábyrgðarhluti að kjósa til þessa þings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

berglind mín - bjóða sig fram!!!  hefur þegar amk 8 meðmælendur og leikur þér að að fá rest!!!!

sólveig (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 10:42

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, nei, ég er of feimin. Hefði þó gjarnan, svo gjarnan, viljað veljast handahófskennt á þjóðfundinn.

Berglind Steinsdóttir, 30.9.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband