Sunnudagur, 26. september 2010
Prófarkalesari sem tekur sig ekki alvarlega
Nei, ekki ég. Ég tek mig mjög alvarlega í vinnu.
Ég rakst á þetta þegar ég var að leita að handhægum upplýsingum um Njálu:
Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um prófarkalestur og/eða tilboðum í einstök verk er bent á netfang fyrirtækisins alvara@alvara.is [feitletrun mín]
Þetta er það fyrsta sem hugsanlegur verkkaupi sér. Kannski er verkkaupinn ekki líklegur til að sjá beygingarvilluna, hahha, og þá sit ég bara uppi með hláturskastið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.