Þriðjudagur, 28. september 2010
Sögubókadagur
Landsdómur mun koma saman. Það er ómögulegt að segja hvað hann verður lengi að komast að niðurstöðu. Síðast var kosið (pólitískt) í hann 11. maí 2005 og umboðið rennur því út 11. maí 2011. Mun þetta fólk hafa einhver áhrif á framtíðarvirði Íslands?
Landsdómur (síðast kosið 11. maí 2005).
Kosning átta manna í landsdóm og jafnmargra varamanna til sex ára, skv. 2. gr. laga nr. 3 19. febrúar 1963, um landsdóm.
Aðalmenn: Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, fyrrv. borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson lögmaður, Dögg Pálsdóttir hrl., Brynhildur Flóvenz lögfræðingur.
Varamenn: Ástríður Grímsdóttir sýslumaður, Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, Már Pétursson hrl., Sveinbjörn Hafliðason lögfræðingur, Björn Jóhannesson hdl., Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi, Jónas Þór Guðmundsson lögmaður (kosinn 30. nóvember 2009), Sigrún Benediktsdóttir lögmaður.
Vá, Wikipedia er búin að skrá nýjustu tíðindi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.