Miðvikudagur, 6. október 2010
Airwaves
Hef ég tekið skakkt eftir, koma ekki margir til Íslands til að mæta á Airwaves? Skila þeir ferðamenn ekki tekjum í kassann á rólegum ferðamannatíma? Til þess að eignast frambærilega listamenn sem geta laðað til sín áhugasama þarf einhver að kosta einhverju til. Og ég trúi að það geri fyrst og fremst þeir einstaklingar sem leggja fagið fyrir sig.
Ætli ég muni vitlaust að hátíðin Aldrei fór ég suður hafi lyft grettistaki, a.m.k. um páska, á Ísafirði og í nærsveitum? Er það ekki gott fyrir kjördæmið?
Það má alveg ræða listamannalaun, hvað sem þau heita, og bera þau saman við aðrar greiðslur hins opinbera, t.d. landbúnaðarstyrki, greiðslur til háskóla, RÚV og kirkjunnar. En helst æsingarlaust og án stöðugra upphrópunarmerkja. Sá dagur rann ekki upp 6. október 2010. Þann dag var hins vegar enn talað um afskriftir fúlgna vegna auðmanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.