Hakkið í Melabúðinni

Ég er að velta fyrir mér hvort ég sé með Stokkhólmseinkenni varðandi mat. Ég keypti hakk í Melabúðinni í síðustu viku og fannst það ekkert spes. Mér finnst fólk samt keppast um að hrósa kjötborðinu, og ekki bara í Melabúðinni heldur í litlu búðunum almennt.

Ég hef gert mig seka um að kaupa sennilega unnara hakk í öðrum búðum og kannski er þetta svona eins og þegar maður fékk lasagna eða pítsu á Ítalíu, það var ekki rétt af því að maður hafði vanist matnum öðruvísi heima.

Ég mun auðvitað slá oftar til því að ég matreiddi það líka öðruvísi - og svo er það afgreitt beint í lítinn poka en ekki í einhvern andsk. frauðbakka sem ég legg mikla fæð á. Grrrr... Skrýtið að allt málgefna fólkið í kringum mig hafi aldrei haft orð á þessum mikla kosti Melabúðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málgefin, já.

Reynsla af hakkkaupum í Melabúðinni, nei.

Reynsla af frábærri þjónustu í kjötborði Melabúðarinnar, já en þá keypti ég svínahrygg - honk honk.

Hrafnhildur málgefna.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband