Fólk á milli tanna

Ég hallast nú að því að það þurfi miklu meira en sterk bein til að hætta sér í sviðsljósið, sbr. athugasemdir við frétt af verslunarmanni, hér um þingmann og svo t.d. um fréttamann. Ég hef séð ljótara, rætnara, ómálefnalegra - kannski satt en samt dónalega framsett. Lágmark væri að fólk skrifaði undir nafni og rökstyddi dómana, þá væri sleggjan ekki eins hróplega mikið aðalatriði.

Þess vegna held ég að framboðið til stjórnlagaþings verði sorglega fábrotið. Fresturinn rennur út á hádegi mánudaginn 18. október, menn þurfa að safna 30 meðmælendum (sem er reyndar mjög hóflegur fjöldi), semja lýsingu á sjálfum sér og kynna stefnumál sín.

Og ef fólk fær fyrst og fremst skít framan í sig fyrir að svara einhverju kalli eftir því að horfa og stíga út fyrir rammann fáum við ekki að velja hæfasta fólkið. Af þeim frambjóðendum sem ég veit um er bara einn sem ég er líkleg til að kjósa. Að vísu eru misvísandi upplýsingar um mannvalið því að þær koma víst ekki frá aðstandendum stjórnlagaþingsins heldur frambjóðendum sjálfum eða áhangendum þeirra.

Ég vil sjá áherslu á að landið verði eitt kjördæmi, aðskilnað ríkis og kirkju, tryggar náttúruauðlindir og endurskoðað hlutverk forsetans. Ég vil ekki endilega að frambjóðendur séu með geirnegldar hugmyndir um allt, óska þess þvert á móti heitt að þeir séu með opinn glugga en vilji tryggja hag landsmanna og gangi ekki erinda annarra hagsmunaafla en pöpulsins. Svo verður stjórnarskráin auðvitað að vera skrifuð á skiljanlegu máli en ekki upphöfnu stjórnsýslumálskrúði.

Góði guð (hver?), ekki láta stjórnlagaþingið floppa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju hefur þú ekki boðið þig fram? ... sko, í alvöru (ekki grín).

Ásgerður (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 16:28

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Djók!?

Berglind Steinsdóttir, 15.10.2010 kl. 16:33

3 identicon

Halló - hún er á þingi. Hvaða græðgi væri það að reyna að koma sér á annað?

Með hilsu

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 21:51

4 Smámynd: Babel, félag þýðingafræðinema

Gott djók! Og gvöð forði mér frá græðgi.

Babel, félag þýðingafræðinema, 15.10.2010 kl. 22:54

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sorrí, var skráð inn á hinu egóinu mínu.

Berglind Steinsdóttir, 15.10.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband