Mánudagur, 18. október 2010
Barst með vindinum
Heyrði ég rétt þegar vindurinn andaði því framan í mig áðan að á fimmta hundrað umsækjendur slægjust nú um setu á stjórnlagaþingi?
Þá þarf aldeilis að vanda valið - og fyrst út af listanum mínum verða þau sem kaupa heilsíðuauglýsingar í blöðunum og nota 2ja milljóna króna svigrúmið. Hver geta viljað kosta öllum laununum til - öllum hugsanlegu laununum? Þau sem ekki leggja milljónirnar út sjálf. Það held ég. Þau sem ganga erinda hagsmunahópa sem vilja pöpulnum ekki það besta.
Og ég held ýmislegt fleira, s.s. að nú geri ýmis titringur vart við sig víða. 25-31 af 250-310 eru 10% þannig að lægra hlutfall en það fær náð fyrir augum kjósenda.
Ég er ekki frá því að ég finni titringinn alla leið upp á 3. hæð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.