Rafræn atkvæðagreiðsla

Allt í einu man ég ekki rökin fyrir því að hafa atkvæðagreiðsluna 27. nóvember með blaði og blýanti. Ó, hafa kannski engin rök verið færð fram?

Tölvueign og internetþekking er einstaklega rífleg á Íslandi. Hér er því algjört kjörlendi til að kjósa rafrænt. Mér skilst m.a.s. að sums staðar í útlöndum kjósi menn í gegnum heimabankann sinn, þeir sem hann hafa. Hinir mega þá mæta á kjörstað á kjördegi og krossa fyrir mér.

Ódýrara að kjósa heima.

Fljótlegra að telja. Ódýrara þá líka.

Einu rökin gegn þessari dásemd eru að kosningavakan yrði í styttri kantinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband